Sport

Ísland enn í 95. sæti

Ísland er í 95. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem birtur var í morgun og stendur í stað frá síðasta mánuði. Besti árangur Íslands á styrkleikalistanum er 37. sæti í september 1994 og september1995. Þegar núverandi landsliðsþjálfarar tóku við var Ísland í 60. sæti en hefur fallið um 35 sæti síðan þá. Töluverðar breytingar eru á listanum. Brasilía er sem fyrr efst en Tékkland skaust upp í 2. sætið, Argentína er í 3. sæti en Frakkland féll um tvo sæti og er í 4. sæti. Holland er í 5. sæti og England í því sjötta. Svíþjóð er efst Norðurlandaþjóðanna, í 13. sæti, en Danir eru í 18. sæti. Þjóðverjar eru í 20. sæti og falla um tvö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×