Erlent

Átök á Vesturbakkanum

Til átaka kom í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun þegar ísraelskir hermenn gerðu áhlaup á nokkrar byggingar. Hermennirnir komu á tuttugu herbílum og þyrlu, umkringdu byggingarnar og skipuðu íbúum að fara út. Sögðust þeir leita palestínskra uppreisnarmanna. Að sögn fréttastofu Al Jazeera kostuðu skólabörn steinum í hermennina sem svöruðu með því að skjóta úr rifflum sínum í átt að mótmælendunum með þeim afleiðingum að nokkrir þeirra særðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×