Erlent

Innrásin í Írak ólögleg

Ríkissaksóknari Bretlands varaði við því tveimur vikum áður en ráðist var inn í Írak að innrásin væri að öllum líkindum ólögleg og breska ríkið gæti verið ákært fyrir vikið. Kemur þetta fram í bók sem út kemur innan tíðar og breska blaðið Guardian hefur fengið að rýna í. Kemur þar fram að bresk stjórnvöld voru svo viss um málaferli að hópur lögfræðinga var settur í stellingar þegar og ef til þess kæmi að málaferli færu fyrir Alþjóðadómstólinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×