Erlent

Sjötíu prósenta vextir

Í Bretlandi hefur verið sett á markaðinn nýtt kreditkort sem ætlað er sérstaklega efnaminna fólki en sá galli er á gjöf Njarðar að sjötíu prósenta vextir eru á kortinu. Hafa neytendasamtök af þessu þungar áhyggjur enda líklegra en ekki að efnaminni aðilar lendi oftar í vanskilum vegna kreditkortaskulda en aðrir og með þetta háa vexti segja sérfræðingar að lítið þurfi til að lenda í skuldafeni til frambúðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×