Sport

Giggs vill ná bikarleiknum

Ryan Giggs hefur ekki gefið upp alla von um að geta leikið með Manchester United í undanúrslitaleiknum í bikarnum gegn Newcastle um næstu helgi. Giggs meiddist á læri í leik með liði sínu þann 2. apríl síðastliðinn og hefur ekki geta spilað síðan. Hann hefur verið á fullu í sjúkraþjálfun undanfarið og þó læknar hafi gefið honum litla von um að ná heilsu í tæka tíð, vill hann alls ekki útiloka þáttöku sína í leiknum. "Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma mér í form á réttum tíma," sagði Giggs, sem gæti orðið fyrsti maðurinn til að hampa enska bikarnum fimm sinnum. "Við höfum unnið þennan bikar oftar en nokkuð annað lið og eigum okkur glæsilega bikarsögu. Við höfum þó aldrei unnið keppnina tvisvar í röð og ef okkur tækist það í ár, yrði það góð sárabót fyrir annars slaka leiktíð," sagði Wales-verjinn knái.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×