Viðskipti innlent

Bréf í French Connection lækka!

Bréf í tískufatafyrirtækinu French Connection, sem Baugur á rúmlega 13 prósent hlut í féllu um 5 prósent eftir afkomuviðvörun frá félaginu. Í yfirlýsingunni kom fram að að áætlaður hagnaður ársins myndi lækka úr 20 -25 miljónum punda niður í 11-14 milljónir punda.

Ástæða lækkunar á afkomuspá er minni sala en ráð hafði verið fyrir gert. Þótt engar sölutölur hafi borist frá fyrirtækinu hafa greinendur áætlað að salan hafi minnkað um allt að fjórðung. Samkvæmt hlutabréfa­greinendum er gengi fyrirtækisins alltof hátt en áhugi Baugs hefur virkað sem mótvægi á fallandi gengi FC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×