Viðskipti innlent

Úr stjórn TM

Tilkynnt var í gær að Kjartan Broddi Bragason hefði sagt sig úr stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Kemur úrsögnin í kjölfar þess að Fjárfestingarfélag sparisjóðanna seldi hlut sinn í TM þann 23. nóvember síðastliðinn.

Kaupendur hlutsins var fjárfestingafélagið Sund. Jók félagið eignarhlut sinn um tæp 13 prósent og á nú um 33 prósent í Tryggingamiðstöðinni. Jón Kristjánsson, einn eiganda Sunds, tekur sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar í stað Kjartans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×