Erlent

Danir vara við hættu

Leiðtogi uppreisnarmanna í Aceh héraði, Indlandi segir að ekki verði ráðist gegn erlendum hjálparstarfsmönnum. Viðtalið kom í kjölfar viðvarana danskra yfirvalda í gær um yfirvofandi hættu á árás skæruliða. Dönsk stjórnvöld vildu ekki gefa upp hvaðan þeir höfðu heimildir fyrir þessu en sænska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að þeir hafi fengið sömu upplýsingar og Danir. Síðar í gær sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sé aðvörun um aukin viðbúnað á meðan verið væri að rannsaka viðvaranir Dananna. Áður höfðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og indónesíska hersins ítrekað að þeir hefðu engar ábendingar fengið um hótanir gegn hjálparstarfsmönnum. Í síðustu viku krafðist indónesíski herinn þess að hermenn myndu fylgja erlendum hjálparstarfsmönnum þegar þeir ferðuðust utan Banda Aceh, til að verjast árásum Frelsum Aceh hreyfingarinnar, betur þekkt sem GAM. Skæruliðarnir hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh í þrjá áratugi. Forsvarsmenn hreyfingarinnar eru í útlegð í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×