Viðskipti innlent

Samanlagður hagnaður 33 milljarðar

Sextán stærstu fyrirtæki landsins hagnast um 33 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ef marka má afkomuspár greiningadeilda bankanna. Þetta er helmingi hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. KB banki hagnast langmest eða um ríflega níu milljarða króna. Hagnaður félagsins verður þá kominn í 34 milljarða fyrstu níu mánuði ársins og er það mesti hagnaður sem sést hefur hérlendis. Þrjú félög hagnast um rúma fjóra milljarða hvert. Spáð er að FL Group hagnist um ríflega 4,7 milljarða, Straumur-Burðarás um tæplega 4,4 milljarða og Íslandsbanki um tæpa 4,2 milljarða. Þetta kemur fram í úttekt sem birtist í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í dag. Uppgjörstímabilið hefst í Kauphöllinni í næstu viku. >





Fleiri fréttir

Sjá meira


×