Tryggvi var maður leiksins 8. júní 2005 00:01 Tryggvi Guðmundsson var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp tvö en hann átti auk þess skalla í stöng og skot í slá. Hér á eftir má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum. Frammistaða íslensku leikmannanna gegn Möltu:Markið:Árni Gautur Arason 5 Virkaði ekki sannfærandi og hefði ekki átt að missa boltann frá sér í markinu. Vörnin:Grétar Rafn Steinsson 7 Ekkert upp á hann að klaga varnarlega og sótti hart fram þegar þar átti við. Skilaði boltanum ágætlega frá sér og var enginn duglegri en hann að prjóna sig í gegnum vörn Möltu. Stefán Gíslason 8 Var mjög traustur og hafði góð tök á Mifsud, hættulegasta manni Maltverja. Var eilítið óöruggur í byrjun, eins og búast mátti við. Auðun Helgason 7 Kom beint í byrjunarliðið eftir að hafa verið kallaður skyndilega í hóp um helgina. Átti fínan dag og var traustvekjandi. Arnar Þór Viðarsson 6 Var mjög ferskur framan af en róaðist eftir að Íslendingar skora mörkin. Náði einstaklega vel saman með Tryggva og Eið. Miðjan:Brynjar Björn Gunnarsson 6 Duglegur eins og alltaf. Gekk illa að skila boltanum frá sér eins og alltaf. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Algjör lykilmaður í liðinu. Var eini maðurinn sem gerði eitthvað í stöðunni 0–0 en lét lítið á sér bera eftir að sigurinn var tryggður. Skoraði gott mark. (81., Helgi Valur Daníelsson, –): Átti góða innkomu og var óheppinn að skora ekki. Kári Árnason 5 Náði sér aldrei almennilega á strik og var lítið áberandi í leiknum. (63., Jóhannes Harðarson, 6): Átti náðugan dag í sínum fyrsta landsleik og stóð sig ágætlega. Sóknin:Veigar Páll Gunnarsson 7 Var lengi að vinna sig inn í leikinn en átti frábæran lokakafla þar sem hann lagði upp eitt mark og skoraði annað. Kemst langt á því. Gunnar Heiðar þorvaldsson 7 Skoraði gott mark sem kom Íslendingum á sporið og lagði upp mark númer tvö. Var annars í strangri gæslu og fékk úr fremur litlu að moða. (83., Hannes Þ. Sigurðsson, –): Nýtti sínar mínútur vel. Tryggvi Guðmundsson 8 Maður leiksins. Átti frábæran dag, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur, auk þess að skjóta tvisvar í tréverkið. Tryggvi naut sín til hins ýtrasta og var hrein unun að fylgjast með honum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp tvö en hann átti auk þess skalla í stöng og skot í slá. Hér á eftir má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum. Frammistaða íslensku leikmannanna gegn Möltu:Markið:Árni Gautur Arason 5 Virkaði ekki sannfærandi og hefði ekki átt að missa boltann frá sér í markinu. Vörnin:Grétar Rafn Steinsson 7 Ekkert upp á hann að klaga varnarlega og sótti hart fram þegar þar átti við. Skilaði boltanum ágætlega frá sér og var enginn duglegri en hann að prjóna sig í gegnum vörn Möltu. Stefán Gíslason 8 Var mjög traustur og hafði góð tök á Mifsud, hættulegasta manni Maltverja. Var eilítið óöruggur í byrjun, eins og búast mátti við. Auðun Helgason 7 Kom beint í byrjunarliðið eftir að hafa verið kallaður skyndilega í hóp um helgina. Átti fínan dag og var traustvekjandi. Arnar Þór Viðarsson 6 Var mjög ferskur framan af en róaðist eftir að Íslendingar skora mörkin. Náði einstaklega vel saman með Tryggva og Eið. Miðjan:Brynjar Björn Gunnarsson 6 Duglegur eins og alltaf. Gekk illa að skila boltanum frá sér eins og alltaf. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Algjör lykilmaður í liðinu. Var eini maðurinn sem gerði eitthvað í stöðunni 0–0 en lét lítið á sér bera eftir að sigurinn var tryggður. Skoraði gott mark. (81., Helgi Valur Daníelsson, –): Átti góða innkomu og var óheppinn að skora ekki. Kári Árnason 5 Náði sér aldrei almennilega á strik og var lítið áberandi í leiknum. (63., Jóhannes Harðarson, 6): Átti náðugan dag í sínum fyrsta landsleik og stóð sig ágætlega. Sóknin:Veigar Páll Gunnarsson 7 Var lengi að vinna sig inn í leikinn en átti frábæran lokakafla þar sem hann lagði upp eitt mark og skoraði annað. Kemst langt á því. Gunnar Heiðar þorvaldsson 7 Skoraði gott mark sem kom Íslendingum á sporið og lagði upp mark númer tvö. Var annars í strangri gæslu og fékk úr fremur litlu að moða. (83., Hannes Þ. Sigurðsson, –): Nýtti sínar mínútur vel. Tryggvi Guðmundsson 8 Maður leiksins. Átti frábæran dag, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur, auk þess að skjóta tvisvar í tréverkið. Tryggvi naut sín til hins ýtrasta og var hrein unun að fylgjast með honum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira