Var brotið á Umferðarstofu? 8. júní 2005 00:01 Samkeppnisráð og auglýsingar Umferðarstofu - Magnús Guðmundsson, hugmyndastjóri Himins og hafs, auglýsingastofu. Nú hefur samkeppnisráð komist að niðurstöðu í athugun ráðsins á réttmæti úrskurðar auglýsinganefndar Samkeppnisstofnunar frá 8. febrúar sl. þar sem sett var bann á birtingu þriggja auglýsinga Umferðarstofu. Það er ekki ætlun mín að fjalla um réttmæti niðurstöðunnar sjálfrar, hvort ég sé sammála henni eða ekki. Hinsvegar sé ég mig knúinn til að fjalla um málsmeðferð Samkeppnisstofnunar sem ég leyfi mér að gera alvarlegar athugasemdir við. Það leið aðeins vika frá því að kvörtun barst frá Umboðsmanni barna þar til að auglýsinganefndin úrskurðaði bann við birtingu auglýsinganna. Í kjölfarið áfrýjaði Umferðarstofa úrskurði auglýsinganefndarinnar til samkeppnisráðs. Það tók ráðið hinsvegar u.þ.b. þrjá og hálfan mánuð að komast að niðurstöðu í málinu - niðurstöðu sem hefði allt eins getað verið sú að auglýsinganefndin hefði haft rangt fyrir sér og þar með valdið Umferðarstofu ómældu tjóni sem ekki væri afturkræft. Augljóst vanhæfi nefndarmanns Það er eitt atriði sem nánast útilokar að samkeppnisráð geti komist að annarri niðurstöðu en auglýsinganefndin. Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, á sæti bæði í auglýsinganefndinni og samkeppnisráði sem úrskurðinum var áfrýjað til. Auglýsinganefndin er ráðgjafanefnd samkeppnisráðs og því líta samkeppnisyfirvöld svo á að þau starfi á sama stjórnsýslustigi og þ.a.l. hafi stofnunin ekki brotið stjórnsýslulög nr. 37/1993 samanber 3. gr. 4. töluliður en þar segir: "Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls: 4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að."Þrátt fyrir þessa túlkun Samkeppnisstofnunar er það hverjum heilvita manni ljóst að málsmeðferðin er líkust því að lögreglumaður sem tæki að sér rannsókn tiltekins máls myndi á síðari stigum málsmeðferðar taka þátt í því að dæma málið. Slíkt getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt. Í þessu máli er ljóst að brotið hefur verið á rétti Umferðarstofu til hlutlausrar málsmeðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Atli Freyr Guðmundsson var vanhæfur til að fjalla um áfrýjun Umferðarstofu og hefði átt að víkja sæti úr samkeppnisráði þegar málefni Umferðarstofu var til meðferðar hjá ráðinu. Hunsaði Umferðarstofa tilmæli Samkeppnisstofnunar? Í úrskurði samkeppnisráðs kemur eftirfarandi fullyrðing fram: " .., að Umferðarstofa hafi ekki orðið við tilmælum Samkeppnisstofnunar um að ljúka málinu með því að hætta birtingu auglýsinganna og því telji ráðið nauðsynlegt að banna birtingu þeirra."Þetta er ekki rétt. Um leið og Samkeppnisstofnum fór fram á það að birtingu auglýsinganna yrði hætt var það gert. Ein af þessum auglýsingum var tekin úr umferð en hinsvegar var ákveðið af hálfu Umferðarstofu að breyta tveimur af þremur þessara auglýsinga þannig að þær sýndu ekki þau atriði sem lágu til grundvallar kæru Umboðsmanns barna. Breyttar útgáfur af auglýsingunum tveimur voru sýndar í sjónvarpi um þriggja vikna skeið og lauk sýningu þeirra í byrjun mars. Engar kvartanir eða kærur bárust samkeppnisyfirvöldum vegna auglýsinganna í breyttri mynd. 65,3% aðspurðra telja ekki of langt gangið Eftir sérhverja auglýsingaherferð framkvæmir Gallup viðhorfskönnun fyrir Umferðarstofu þar sem almenningur er spurður um álit sitt á viðkomandi auglýsingum. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvað almenningi finnst um hinar bannfærðu auglýsingar. Aðspurðir hvort svarendur teldu boðskap auglýsinganna komast vel eða illa til skila sögðu tæp 77% að hann kæmist vel til skila. 4,8% sögðu hvorki né en 18,6% sögðu boðskapinn ekki skýran. Í sömu könnun kemur fram að 34,6% töldu auglýsingarnar ganga of langt en 62,9% töldu þær ganga hæfilega langt og 2,4% sögðu ekki nægjanlega langt gengið. Af þessu má ljóst vera að mikill meirihluti fólks skildi boðskap auglýsinganna og taldi þær þjóna vel þeim tilgangi að vekja fólk til vitundar um alvarleika óábyrgrar hegðunar í umferðinni. Það er mjög brýnt að stofnun, sem gegnir jafn mikilvægu hlutverki og Samkeppnisstofnun gerir, standi þannig að málum að úrskurðir hennar séu hafnir yfir minnsta grun um óvandvirkni og rangfærslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Samkeppnisráð og auglýsingar Umferðarstofu - Magnús Guðmundsson, hugmyndastjóri Himins og hafs, auglýsingastofu. Nú hefur samkeppnisráð komist að niðurstöðu í athugun ráðsins á réttmæti úrskurðar auglýsinganefndar Samkeppnisstofnunar frá 8. febrúar sl. þar sem sett var bann á birtingu þriggja auglýsinga Umferðarstofu. Það er ekki ætlun mín að fjalla um réttmæti niðurstöðunnar sjálfrar, hvort ég sé sammála henni eða ekki. Hinsvegar sé ég mig knúinn til að fjalla um málsmeðferð Samkeppnisstofnunar sem ég leyfi mér að gera alvarlegar athugasemdir við. Það leið aðeins vika frá því að kvörtun barst frá Umboðsmanni barna þar til að auglýsinganefndin úrskurðaði bann við birtingu auglýsinganna. Í kjölfarið áfrýjaði Umferðarstofa úrskurði auglýsinganefndarinnar til samkeppnisráðs. Það tók ráðið hinsvegar u.þ.b. þrjá og hálfan mánuð að komast að niðurstöðu í málinu - niðurstöðu sem hefði allt eins getað verið sú að auglýsinganefndin hefði haft rangt fyrir sér og þar með valdið Umferðarstofu ómældu tjóni sem ekki væri afturkræft. Augljóst vanhæfi nefndarmanns Það er eitt atriði sem nánast útilokar að samkeppnisráð geti komist að annarri niðurstöðu en auglýsinganefndin. Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, á sæti bæði í auglýsinganefndinni og samkeppnisráði sem úrskurðinum var áfrýjað til. Auglýsinganefndin er ráðgjafanefnd samkeppnisráðs og því líta samkeppnisyfirvöld svo á að þau starfi á sama stjórnsýslustigi og þ.a.l. hafi stofnunin ekki brotið stjórnsýslulög nr. 37/1993 samanber 3. gr. 4. töluliður en þar segir: "Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls: 4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að."Þrátt fyrir þessa túlkun Samkeppnisstofnunar er það hverjum heilvita manni ljóst að málsmeðferðin er líkust því að lögreglumaður sem tæki að sér rannsókn tiltekins máls myndi á síðari stigum málsmeðferðar taka þátt í því að dæma málið. Slíkt getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt. Í þessu máli er ljóst að brotið hefur verið á rétti Umferðarstofu til hlutlausrar málsmeðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Atli Freyr Guðmundsson var vanhæfur til að fjalla um áfrýjun Umferðarstofu og hefði átt að víkja sæti úr samkeppnisráði þegar málefni Umferðarstofu var til meðferðar hjá ráðinu. Hunsaði Umferðarstofa tilmæli Samkeppnisstofnunar? Í úrskurði samkeppnisráðs kemur eftirfarandi fullyrðing fram: " .., að Umferðarstofa hafi ekki orðið við tilmælum Samkeppnisstofnunar um að ljúka málinu með því að hætta birtingu auglýsinganna og því telji ráðið nauðsynlegt að banna birtingu þeirra."Þetta er ekki rétt. Um leið og Samkeppnisstofnum fór fram á það að birtingu auglýsinganna yrði hætt var það gert. Ein af þessum auglýsingum var tekin úr umferð en hinsvegar var ákveðið af hálfu Umferðarstofu að breyta tveimur af þremur þessara auglýsinga þannig að þær sýndu ekki þau atriði sem lágu til grundvallar kæru Umboðsmanns barna. Breyttar útgáfur af auglýsingunum tveimur voru sýndar í sjónvarpi um þriggja vikna skeið og lauk sýningu þeirra í byrjun mars. Engar kvartanir eða kærur bárust samkeppnisyfirvöldum vegna auglýsinganna í breyttri mynd. 65,3% aðspurðra telja ekki of langt gangið Eftir sérhverja auglýsingaherferð framkvæmir Gallup viðhorfskönnun fyrir Umferðarstofu þar sem almenningur er spurður um álit sitt á viðkomandi auglýsingum. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvað almenningi finnst um hinar bannfærðu auglýsingar. Aðspurðir hvort svarendur teldu boðskap auglýsinganna komast vel eða illa til skila sögðu tæp 77% að hann kæmist vel til skila. 4,8% sögðu hvorki né en 18,6% sögðu boðskapinn ekki skýran. Í sömu könnun kemur fram að 34,6% töldu auglýsingarnar ganga of langt en 62,9% töldu þær ganga hæfilega langt og 2,4% sögðu ekki nægjanlega langt gengið. Af þessu má ljóst vera að mikill meirihluti fólks skildi boðskap auglýsinganna og taldi þær þjóna vel þeim tilgangi að vekja fólk til vitundar um alvarleika óábyrgrar hegðunar í umferðinni. Það er mjög brýnt að stofnun, sem gegnir jafn mikilvægu hlutverki og Samkeppnisstofnun gerir, standi þannig að málum að úrskurðir hennar séu hafnir yfir minnsta grun um óvandvirkni og rangfærslur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar