Sport

Heiðar ekki með í kvöld

Heiðar Helguson, leikmaður Wattford, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Möltu í kvöld vegna veikinda. Hannes Þ Sigurðsson, leikmaður Vikings í Noregi og ungmennalandsliðsins, var í gærkvöld valinn í A-landsliðið í stað Gylfa Einarssonar sem á við meiðsli að stríða.  Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við íþróttadeildina skömmu fyrir hádegi að byrjunarliðið í kvöld yrði tilkynnt strax eftir hádegi en ljóst væri að fjarvera Heiðars setti strik í reikninginn. Ísland og Malta gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna á Möltu og eru það einu stig liðanna í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×