Sport

Schumacher skoðar nýjan samning

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, sagði frá því í samtali við ítalska fjölmiðla í gær að hann ætti í viðræðum við Jean Todt um hugsanlega framlengingu á samningi hans, sem rennur út á næsta ári. "Jean hefur rætt við mig um hugsanlega framlengingu," sagði Schumacher í samtali við Gazetta dello Sport, en menn hafa verið að leiða líkum að því að hann fari að íhuga að setjast í helgan stein fljótlega. Schumacher er 36 ára gamall, en hefur alla tíð haldið því fram að það fari ekki eftir aldri hans hvenær hann hætti, heldur hversu lengi hann hefur hungur til að keppa. Þegar hann var spurður hverja hann áliti koma til greina sem meistara framtíðarinnar nefndi hann nokkra til sögunnar. "Fernando Alonso hefur þegar sýnt að hann er frábær ökumaður, en svo eru líka menn eins og Kimi Raikkönen, Felipe Massa og Mark Webber allir mjög góðir," sagði heimsmeistarinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×