Viðskipti innlent

Friðjón sagði upp hjá Lífiðn

Friðjón Rúnar Sigurðs­son, framkvæmdastjóri Lífeyris­sjóðsins Lífiðnar, sagði upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum. Í tilkynningu sjóðsins kemur fram að hann muni fljótlega ­­hverfa­ frá störfum til að takast á hendur starf framkvæmdastjóra fjárfestingarsviðs hjá Sjóvá hf. Friðjón hefur starfað hjá Lífiðn í um sjö ár og er sagður skila góðu búi hjá sjóðnum. Ekki stendur til að ráða framkvæmdastjóra til frambúðar hjá Lífiðn fyrst um sinn eftir breytingarnar, þar sem yfir standa viðræður um sameiningu við Samvinnulífeyrissjóðinn. Við starfinu tekur Ólafur Sigurðsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×