Innlent

Ásta Möller fær sæti Davíðs

"Það er veruleg eftirsjá að Davíð. Mér finnst virkilega rausnarlegt af honum að standa upp fyrir mér," segir Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, sem fær fast sæti á Alþingi við brotthvarf formanns flokksins þaðan. "Ég var inni á þingi á síðasta kjörtímabili og hef verið varaþingmaður síðustu tvö ár. Ég hef verið töluvert inni á þingi þannig að helstu breytingarnar eru að nú tek ég þátt í þingnefndum," segir Ásta. "Ég átti ekki von á þessu og bjóst ekki við að Davíð myndi hætta núna," segir Ásta, sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra hjá fyrirtæki sem hún á hlut í. Hún segir hlutverk hennar þar muni breytast eitthvað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×