Viðskipti innlent

Skattur af fjármagni stóreykst

Þetta kemur fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Skatttekjur ríkissjóðs námu á tímabilinu alls 166, 5 milljörðum króna og er hækkun upp á 18,7 prósent eða nokkru meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Verðbólga var á tímabilinu 3,8 prósent þannig um er að ræða raunhækkun upp á 14,4 prósent. Skattar á tekjur og hagnað námu ríflega 52,3 milljörðum króna, sem er 15,2 prósent meiri innheimta en á sama tíma í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×