Viðskipti innlent

Hætta hjá Eimskip

„Þær flutningsmiðlanir sem eru starfandi hér eru svipað upp byggðar. Það má gera ráð fyrir því að þetta verði svipað,“ segir Valgeir Guðbjartsson aðspurður um málið. Hann sagði upp störfum hjá TVG Zimsen í byrjun sumars og hætti í júlí. Hann vill ekki endilega tengja brotthvarf sitt við nýleg eigendaskipti heldur frekar að starfsemi Eimskips hafi breyst undanfarin tvö ár. Pláss sé fyrir nýjan aðila á markaðnum. Valgeir getur ekki sagt nákvæmlega hversu margir starfsmenn TVG Zimsen fylgi honum. Of snemmt sé að tjá sig mikið um þetta mál. „Þarna er fólk sem ég þekki vel og er traust,“ segir hann. Meira geti hann sagt eftir eina til tvær vikur. „Það tekur sinn tíma að starta svona löguðu.“ Ekki náðist í yfirmann TVG Zimsen eða Eimskips í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×