Innlent

Ætti að stuðla að friði á vinnumarkaði

Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að loknum fundi með formönnum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í hádeginu, að niðurstaða ríkisstjórnarinnar um að setja lög til að ógilda úrskurð Kjaradóms, ætti að stuðla að ró á vinnumarkaði. Hann sagði að lagafrumvarp sem stjórnarflokkarnir muni leggja fram þegar þing kemur saman í febrúar, muni ná til allra þeirra sem Kjaradómur úrskurðai um, en ekki eingöngu til þjóðkjörinna fulltrúa. Ríkisstjórnin muni þannig leggja til í frumvarpinu að laun þessa hóps muni hækka um 2,5 prósent. Launahækkanirirnar sem Kjaradómur úrskurðaði um munu engu að síður taka gildi um áramót, en verða numdar úr gildi í febrúar. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu eftir fundinn að það gæti reynst erftitt lagalega séð að afnema launahækkanir með lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×