Erlent

Óttast að allir farþegar herflugvélar hafi farist

Óttast er að allir farþegar hafi farist þegar herflugvél með meira en níutíu farþega brotlenti á tíu hæða íbúðablokk í Teheran höfuðborg Írans rétt fyrir ellefu. Ekki liggur enn fyrir hvort mannfall hafi orðið meðal íbúa blokkarinnar. Flugvélin stóð í ljósum logum eftir brotlendinguna og björgunarstarfsmenn eiga í erfiðleikum með að komast að henni.

Allt bendir til að bilun hafi komið upp í vélinni skömmu fyrir lendingu. Flugstjórinn reyndi að nauðlenda henni á Mehrabad-flugvellinum í Teheran en ekki vildi betur til en svo að vélin klessti beint á bygginguna.

Sumir fjölmiðlar segja farþega vélarinnar hafa verið níutíu og fjóra en annars staðar hefur talan hundrað og sex verið nefnd. Vitni sem Reuters-fréttastofan náði í í gegnum síma sagði aðstæðurnar hörmulegar, sagðist svo vera að kafna og skellti á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×