Viðskipti innlent

Eimskip kaupir stórflutningaskip

MYND/Vilhelm

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur fest kaup á stórflutningaskipi og hefur það fengið nafnið Laxfoss. Það er tíu ára gamalt og mun meðal annars annast flutninga á fóðurbæti til landsins og fiskimjöli út. Þetta er annað skipið sem Eimskip kaupir á skömmum tíma, en hitt hefur hlotið nafnið Írafoss. Félagið á nú 29 skip, auk fjögurra skipa sem eru í smíðum fyrir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×