Erlent

Hættulegt tannkrem

Norskir og sænskir sérfræðingar hafa varað fólk við að nota tannkrem með efninu tríklósan, þar sem það getur verið skaðlegt. Efnið er í tannkremstegundum sem eru merktar Total og er bakteríudrepandi. Börnum og þunguðum konum er sérstaklega ráðlagt að nota annars konar tannkrem. Efnið tríklósan hefur í áratugi verið notað sem aukaefni í sápur og aðrar hreinlætisvörur, og er það einnig algengt í snyrtivörum, tannkremum og plastleikföngum. Hingað til hefur verið talið að efnið væri hættulaust, en svo virðist ekki vera, og hafa umhverfissamtök á Norðurlöndunum krafist þess að notkun þess verði bönnuð. Nýjar rannsóknir vísindamanna við háskólann í Stokkhólmi benda til þess, að vegna þess hve mikið magn finnst af tríklósan í umhverfinu, geti það haft skaðleg áhrif á menn og umhverfi, en efnið hefur fundist í nokkrum fisktegundum. Norskir og sænskir sérfræðingar vara þungaðar konur og börn sérstaklega við því að nota tannkrem sem bakteríudrepandi efnið tríklósan er í, en það er algengt í tannkremum sem merkt eru Total, og ráðleggja þeim að nota aðrar tegundir. Töluvert magn af efninu hefur fundist í brjóstamjólk sænskra kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×