Viðskipti innlent

Nýherji kaupir danskt fyrirtæki

Nýherji hefur undirritað samning um kaup á danska SAP ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu AppliCon. Fyrirtækið er einn stærsti samstarfsaðili SAP í Danmörku og eitt af öflugri SAP ráðgjafarfyrirtækjum þar í landi, að því er greinir frá í tilkynningu frá Nýherja. Stefnt er að frekari uppbyggingu starfseminnar í nágrannalöndunum undir nafni AppliCon. Áætluð velta sameiginlegs félags á þessu ári er einn og hálfur milljarður króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×