Viðskipti innlent

Lægsta gildi krónunnar í 12 ár

Krónan styrktist enn í gær og fór lokagildi hennar niður í u.þ.b. 105 sem er hið lægsta síðan gjaldeyrismarkaður var opnaður hér á landi árið 1993. Eftir því sem gildi krónunnar lækkar, styrkist hún og er styrkingin að hluta rakin til erlendrar skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum sem komin er yfir 50 milljarða króna eftir sex milljarða viðbót í gær. Þar voru útgefendur bréfanna austurríska ríkið og Kaupþing banki í útlöndum. Samkeppnisstaða íslenskra framleiðslufyrirtækja á erlendum mörkuðum heldur því áfram að versna, samkvæmt rökum talsmanna útflutningsgreinanna. Þeir benda á að eftir því sem erlendur gjaldeyrir lækkar gagnvart krónunni fái þeir færri krónur fyrir framleiðsluna og nú er dollarinn kominn niður í rúmlega 61 krónu, pundið í 110 krónur og evran í tæpar 78 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×