Erlent

Saola nálgast strendur Japans

Það er víðar en í Bandaríkjunum sem fellibyljir ógna mannabyggðum. Fellibylurinn Saola nálgast nú strendur Japans og jafnvel óttast að hann fari nærri höfuðborginni Tókýó um helgina. Fellibylurinn er enn að styrkjast og stefnir á stærstu eyjar Japans og telur Veðurstofa Japans að hugsanlegt sé að Saola fari rétt austan við Tókýó. Að meðaltali ganga tveir til þrír fellibyljir á land í Japan ár hvert, en fyrr í mánuðinum létust yfir 20 manns á eyjunum þegar fellibylurinn Nabi gekk yfir með tilheyrandi úrhelli, flóðum og aurskriðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×