Erlent

Miklar breytingar á sjávarhita

Loftslagssérfræðingar frá Vestur-Norðurlöndum hafa sýnt fram á umfangsmiklar breytingar á hitastigi sjávar. Í nýju tölublaði hins virta bandaríska vísindatímarits Science eru birtar niðurstöður úr rannsóknum þeirra. Í greininni sýna vísindamenn frá Færeyjum, Noregi og Íslandi fram á miklar og ófyrirséðar breytingar á hitastigi sjávar í Norður-Atlantshafi og norðurhöfum á undanförnum árum. Vísindamenn hafa aldrei áður mælt jafn mikinn sjávarhita á þessum slóðum og eins eru miklar breytingar á saltmagni og hafstraumum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Afleiðingarnar eru óljósar, en búast má við að þær hafi áhrif á Golfstrauminn, loftslag á norðurslóð og lífríki sjávar. Allsendis er óvíst hvort og þá að hvað miklu leyti þessar breytingar á hitastigi sjávar séu af völdum gróðurhúsaáhrifa. Því er einungis hægt að svara með frekari rannsóknum og nýjum loftslagslíkönum, segir í greininni í tímaritinu Science.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×