Sigurjón,Súsanna og Gísli Marteinn 21. september 2005 00:01 Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér?
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun