Sport

Lokaleikur Finns og Gunnars

Fylkismennirnir Finnur Kolbeinsson og Gunnar Þór Pétursson leika á morgun síðasta leik fyrir félagið í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Finnur hefur lítið leikið í sumar vegna meiðsla en hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Finnur var kosinn leikmaður árins í deildinni fyrir þremur árum. Líkt og Finnur þá er Gunnar Þór Pétursson uppalinn í Árbænum. Hann hefur leikið um 120 leiki í efstu deild. Fylkir leikur gegn ÍBV á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×