Viðskipti innlent

Engin áhrif á Eimskip

 „Við erum búin að vera að breyta áherslum í Eimskip. Hjá okkur starfa um 1.500 manns og það er eðlilega hreyfing á því. Hvort það fer á annan vettvang eða í samkeppni við okkur er bara lífsins gangur.“ Í síðasta tölublaði Markaðarins var sagt frá því að Valgeir Guðbjartsson, fyrrum forstöðumaður TVG Zimsen, sem er flutningafyrirtæki í eigu Eimskips, væri að undirbúa stofnun nýs fyrirtæki í flutningsmiðlun. Hafa fleiri sagt upp störfum hjá Eimskip til að ganga til liðs við hann. „Þetta hefur engin áhrif á okkur. Það er fullt af litlum flutningsmiðlunaraðilum sem eru að starfa á þessum markaði og ekkert óeðlilegt við það,“ segir Baldur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×