Innlent

Teknir með hass í Kópavogi

Tveir menn voru handteknir í Kópavogi í gærkvöldi eftir að um 300 grömm af fíkniefnum, aðallega hassi, fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru á gangi í bænum og voru þeir stöðvaðir við venjubundið eftirlit. Lögreglan gerði húsleit hjá öðrum þeirra og þar fannst lifandi snákur, sem smyglað hafði verið frá Bandaríkjunum, en engin fíkniefni fundust. Við yfirheyrslu viðurkenndi annar mannanna að fíkniefnin voru ætluð til sölu. Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×