Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist áfram

Gengi krónunnar hefur hækkað um tvö og hálft prósent frá því í upphafi síðustu viku og hefur gengið haldið áfram að hækka í morgun. Ástæðuna má rekja til skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum en veltan á gjaldeyrismarkaði þennan tíma hefur verið mikil. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka í dag. Dollarinn fór undir 61 krónu í morgun en hann hefur ekki verið undir því marki frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Evran er tæpar 77 krónur eða í sínu lægsta gildi frá lokum ársins 2000. Pundið stendur í 112 krónum og er mjög nálægt lágmarki sínu gagnvart krónu í ríflega áratug en lágmarkinu náði það í lok mars á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×