Hvað verður um íslenska frelsið? 31. ágúst 2005 00:01 Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -brynhildur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -brynhildur@frettabladid.is
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar