Sport

Þorlákur Árnason hættir með Fylki

Þorlákur Árnason lætur af störfum sem þjálfari úrvalsdeildaliðs Fylkis að lokaleik liðsins í Landsbankadeild karla loknum. Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis staðfesti þetta í samtali við Vísi í hádeginu. Þorlákur mun stýra liðinu í kvöld þegar Árbæingar taka á móti Keflvíkingum á Fylkisvelli. En hins vegar mun Guðni Rúnar Helgason ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili því hann og Þorlákur geta ekki unnið saman og því hefur Guðni Rúnar ákveðið að leika ekki meira með liðinu. En að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, formanns meistaraflokksráðs Fylkis, gæti vel farið svo að Guðni hæfi að leika á ný með Fylki eftir að nýr þjálfari tæki til starfa í vetur. Guðni Rúnar og Þorlákur þjálfari hafa unnið saman allt frá árinu 2002 þegar Þorlákur þjálfaði Val og þaðan fylgdi Guðni Rúnar, Þorláki til Fylkis árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×