Sport

Landsbankadeildin laugardag

Sextánda umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í dag með þremur leikjum. Grindavík tekur á móti Fram en suðurnesjamenn eru með 12 stig í 9.sæti en Fram er með 17 stig í sjöunda sæti. Leikurinn verður beint á Sýn klukkan 16. Íslandsmeistarar FH fá erfitt verkefni þegar þeir heimsækja Skagamenn. FH verður án Allans Borgvardts sem er meiddur og þá er Heimir Guðjónsson en frá vegna meiðsla. Igor Pesic og Finnbogi Llorens eru í leikbanni hjá ÍA. Leikurinn hefst klukkan 18. Þess má geta að FH-ingar eignuðust Íslandsmeistara í gær í fimmta flokki karla en FH vann Breiðablik. Þróttur Reykjavík tekur á móti KR-ingum á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 19.15. Þróttarar eru neðstir með 10 stig en KR-ingar eru með nítján stig í sjötta sæti. Sýnt verður ítarlega úr leikjum dagsins í Landsbankamörkunum á Sýn í kvöld klukkan 22.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×