Innlent

Verða að taka börn heim í tvo daga

Víða er læmt ástand á leikskólum Reykjavíkurborgar svo og í öðrum umönnunarstörfum vegna manneklu. Leikskólastjórar segja erfiðara að fá fólk til starfa á leikskólunum á haustin en ella og fer ástandið versnandi ár frá ári. Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi verða að vera með börn sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar þar sem ekki hefur tekist að manna í fjögur stöðugildi. Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri segir nú þegar um helming foreldra hafa skráð frídaga fyrir börnin sín og að flestir hafi fengið það sem best hentaði best í stöðunni. Lilja segir meiri hreyfingu vera á starfsfólki nú en áður enda sé meira framboð á vinnu. Þá segir hún leikskólana standa illa að vígi vegna lágra launa og nánast engra möguleika á aukavinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×