Sport

Siim ekki með FH á næsta ári

Miðvallarleikmaðurinn Dennis Siim mun ekki leika með FH-ingum á næstu leiktíð eftir því sem kemur fram á stuðningsmannasíðunni FHingar.net. Hann mun vera á leið aftur heim til Danmerkur þar sem konan hans mun hefja nám og telur hann líklegt að hann fái samning hjá liði í dönsku 1. deildinni. Siim hefur átt við meiðsli að stríða í sumar og hefur spilað einungis nokkra leiki. Hann sýndi þó góða takta og fór ekki á milli mála að þarna er góður knattspyrnumaður á ferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×