Grjóthríð úr glerhúsi Símans 25. ágúst 2005 00:01 Ljósleiðari Orkuveitunnar - Helgi Pétursson Rétt eina ferðina enn bregðast talsmenn Símans við uppbyggingu Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur með útúrsnúningum og dylgjum, eins og lesa mátti í grein Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans á dögunum. Þar á bæ virðast menn ekki ætla að átta sig á því að þeir eru uppi á tímum eðlilegrar og harðnandi samkeppni sem koma mun neytendum til góða á allan hátt og telja sig geta, eins og þeir gátu á tímum einokunar Símans, skipað neytendum og öðrum fyrirtækjum til sætis eins og þeim þóknast hverju sinni. Það er þess vegna ekki Símans að ákveða hvað er "kjarnastarfsemi" Orkuveitu Reykjavíkur, heldur stjórnar og eigenda OR hverju sinni. Ef talsmönnum Símans er það ekki ljóst, er rétt að ítreka við þá enn einu sinni, að tími einokunar Símans á fjarskiptamarkaði er liðinn, kemur aldrei aftur og það er þeim fyrir bestu að haga sér samkvæmt því. Nema að fortíðarhyggjan þar á bæ sé mönnum svo í blóð borin, eins og sést best á fjölmörgum kvörtunum til eftirlitsaðila vegna framferði Símans. Nægir þar að benda á kærur netfyrirtækja vegna að því er virðist vísvitandi blekkinga Símans vegna sölu á ADSL-tengingum í tengslum við útsendingar þeirra á enska boltanum, sem væntanlega verða teknar til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun sem allra fyrst. Megininntak í skrifum Evu Magnúsdóttur er að Orkuveita Reykjavíkur sé að færa til fjármuni innan fyrirtækisins frá sölu á rafmagni, hita og vatni til Gagnaveitunnar og að lagning ljósleiðarakerfis Gagnaveitu OR sé ekki eins hagkvæm og lagning ljósleiðara Símans. Það skal áréttað strax, að Gagnaveita OR er fullkomlega aðskilið verkefni innan Orkuveitu Reykjavíkur. Það vita allir, sem vilja vita, enda hefur orkufyrirtækjum öllum verið gert að skipta rekstri sínum upp í samræmi við ný raforkulög, sem tryggja eiga samkeppni á raforkumarkaði, sem taka að fullu gildi við næstu áramót, ef það hefur farið fram hjá þeim Síma-mönnum. Einokunarfyrirtækið Síminn hefur lagt ljósleiðarakerfi á kostnað neytenda víða um land undanfarin tuttugu ár. Upplýsingafulltrúi Símans bendir réttilega á, að það hafi verið gert með "öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana". Ef eitthvað er, hefur Orkuveita Reykjavíkur lagt þessari þróun sitt lið með því að heimila Símanum að fljóta með í skurðum og lögnum í gegnum árin. Það eitt og sér ætti Síminn að þakka fyrir. Meginvandi Símans á tímum ljósleiðaravæðingar, er afstaða þeirra til kerfisins, neytenda og annarra þjónustufyrirtækja. Þetta er "þeirra" kerfi, lokað kerfi sem Síminn ætlar að sitja einn að, bæði hvað varðar alla gagnaflutninga og gerð þeirrar þjónustu, sem boðið verður upp á og eignarhald. Gagnaveita Orkuveitunnar hefur gjörbreytt þessari stöðu. Það veit bankakerfið í landinu, viðskiptalífið, heilbrigðiskerfið og skólakerfið, sem notið hefur miklu betri kjara eftir að Gagnaveitan kom til skjalanna, - raunar hefur þar orðið bylting. Og Gagnaveitan er að leggja opið ljósleiðarakerfi til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land í nánu samstarfi við sveitarfélög og þjónustuaðila. Gagnaveitan á kerfið og rekur það, en það er öllum opið, - sveitarfélögum, þjónustufyrirtækjum og hverjum öðrum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sem neytendur vilja greiða fyrir. Og auðvitað Símanum, - sem gæti sparað sér stórar fjárhæðir með því! Opið og frjálst viðskiptaumhverfi þar sem neytendur hafa frjálst val. Er það furða að Símanum hrylli við. Allir sem vilja vita, vita að ljósleiðarinn er framtíðin í gagnaflutningum. Talsmaður Símans kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að "tækniþróun undanfarinna ára hafi dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara". Það hlýtur að vera áleitin spurning fyrir nýja eigendur Símans, hvort tuttugu ára vinna Símans við lagningu ljósleiðara, hafi kannski verið óþörf? Gagnaveita Orkuveitu Reykjavíkur mun hins vegar halda áfram að færa landsmönnum öllum nýjustu og bestu tækni framtíðarinnar. Og framtíðin er núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósleiðari Orkuveitunnar - Helgi Pétursson Rétt eina ferðina enn bregðast talsmenn Símans við uppbyggingu Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur með útúrsnúningum og dylgjum, eins og lesa mátti í grein Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans á dögunum. Þar á bæ virðast menn ekki ætla að átta sig á því að þeir eru uppi á tímum eðlilegrar og harðnandi samkeppni sem koma mun neytendum til góða á allan hátt og telja sig geta, eins og þeir gátu á tímum einokunar Símans, skipað neytendum og öðrum fyrirtækjum til sætis eins og þeim þóknast hverju sinni. Það er þess vegna ekki Símans að ákveða hvað er "kjarnastarfsemi" Orkuveitu Reykjavíkur, heldur stjórnar og eigenda OR hverju sinni. Ef talsmönnum Símans er það ekki ljóst, er rétt að ítreka við þá enn einu sinni, að tími einokunar Símans á fjarskiptamarkaði er liðinn, kemur aldrei aftur og það er þeim fyrir bestu að haga sér samkvæmt því. Nema að fortíðarhyggjan þar á bæ sé mönnum svo í blóð borin, eins og sést best á fjölmörgum kvörtunum til eftirlitsaðila vegna framferði Símans. Nægir þar að benda á kærur netfyrirtækja vegna að því er virðist vísvitandi blekkinga Símans vegna sölu á ADSL-tengingum í tengslum við útsendingar þeirra á enska boltanum, sem væntanlega verða teknar til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun sem allra fyrst. Megininntak í skrifum Evu Magnúsdóttur er að Orkuveita Reykjavíkur sé að færa til fjármuni innan fyrirtækisins frá sölu á rafmagni, hita og vatni til Gagnaveitunnar og að lagning ljósleiðarakerfis Gagnaveitu OR sé ekki eins hagkvæm og lagning ljósleiðara Símans. Það skal áréttað strax, að Gagnaveita OR er fullkomlega aðskilið verkefni innan Orkuveitu Reykjavíkur. Það vita allir, sem vilja vita, enda hefur orkufyrirtækjum öllum verið gert að skipta rekstri sínum upp í samræmi við ný raforkulög, sem tryggja eiga samkeppni á raforkumarkaði, sem taka að fullu gildi við næstu áramót, ef það hefur farið fram hjá þeim Síma-mönnum. Einokunarfyrirtækið Síminn hefur lagt ljósleiðarakerfi á kostnað neytenda víða um land undanfarin tuttugu ár. Upplýsingafulltrúi Símans bendir réttilega á, að það hafi verið gert með "öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana". Ef eitthvað er, hefur Orkuveita Reykjavíkur lagt þessari þróun sitt lið með því að heimila Símanum að fljóta með í skurðum og lögnum í gegnum árin. Það eitt og sér ætti Síminn að þakka fyrir. Meginvandi Símans á tímum ljósleiðaravæðingar, er afstaða þeirra til kerfisins, neytenda og annarra þjónustufyrirtækja. Þetta er "þeirra" kerfi, lokað kerfi sem Síminn ætlar að sitja einn að, bæði hvað varðar alla gagnaflutninga og gerð þeirrar þjónustu, sem boðið verður upp á og eignarhald. Gagnaveita Orkuveitunnar hefur gjörbreytt þessari stöðu. Það veit bankakerfið í landinu, viðskiptalífið, heilbrigðiskerfið og skólakerfið, sem notið hefur miklu betri kjara eftir að Gagnaveitan kom til skjalanna, - raunar hefur þar orðið bylting. Og Gagnaveitan er að leggja opið ljósleiðarakerfi til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land í nánu samstarfi við sveitarfélög og þjónustuaðila. Gagnaveitan á kerfið og rekur það, en það er öllum opið, - sveitarfélögum, þjónustufyrirtækjum og hverjum öðrum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sem neytendur vilja greiða fyrir. Og auðvitað Símanum, - sem gæti sparað sér stórar fjárhæðir með því! Opið og frjálst viðskiptaumhverfi þar sem neytendur hafa frjálst val. Er það furða að Símanum hrylli við. Allir sem vilja vita, vita að ljósleiðarinn er framtíðin í gagnaflutningum. Talsmaður Símans kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að "tækniþróun undanfarinna ára hafi dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara". Það hlýtur að vera áleitin spurning fyrir nýja eigendur Símans, hvort tuttugu ára vinna Símans við lagningu ljósleiðara, hafi kannski verið óþörf? Gagnaveita Orkuveitu Reykjavíkur mun hins vegar halda áfram að færa landsmönnum öllum nýjustu og bestu tækni framtíðarinnar. Og framtíðin er núna.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar