Sport

Arnar Gunnlaugsson hættur hjá KR

"Ég held að það sé ágætur tíma að hætta núna, KR liðið er úr fallhættu og það er hálfþreytandi að standa í þessu þegar maður er endalaust að berjast við meiðsli," sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Vísi.is í kvöld og bætti við að hann vildi eyða meiri tíma með börnunum sínum. Aðspurður hvort hann væri alfarið hættur í knattspyru sagði Arnar, "ég hef ekki tekið ákvörðun en ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég eiginlega komin með nóg af boltanum í bili." Tvíburabróðir Arnars, Bjarki Gunnlaugsson fer á morgun í aðgerð á ökkla og hefur því lokið leik með KR í sumar. Arnar á farsælan feril að baki, m.a. gerði hann sér lítið fyrir og gerði 15 mörk í aðeins sjö leikjum fyrir ÍA sumarið 1995 og varð markahæsti maður deildarinnar. Þá sló hann í gegn með Bolton í ensku fyrstu deildinni árið 1998 og var seldur til Leicester sem þá var í Úrvalsdeildinni fyrir metfé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×