Sport

Fyrsti sigur Fylkis

Fylkir vann fyrsta sigur sinn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu frá 11.júlí þegar liðið bar sigurorð af Fram 1-2 á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Þetta var jafnframt fyrsta tap Framara frá 17.júlí. Kjartan Ágúst Breiðdal var hetja Fylkismanna í leiknum. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði fyrsta markið á 81. mínútu og lagði upp síðara markið sem Viktor Bjarki Arnarson skoraði. Daninn Bo Hendriksen lagaði stöðuna fyrir Fram á lokasekúndum leiksins. Fylkir komst upp fyrir KR í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig en Fram er í sjöunda sæti með 17 stig. Þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu en sextánda umferðin hefst á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×