Skipulag á röngum forsendum 19. ágúst 2005 00:01 Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar