Viðskipti innlent

Fimmtán mínútur til Eyja

Samanburðurinn eigi við aðrar skrúfuvélar. Hún sé með leðursætum, hraðfleyg og stærðin henti mjög vel við íslenskar aðstæður. Meðalflugtíminn til Akureyrar sé til dæmis aðeins 35 mínútur og fjórtán mínútur til Vestmannaeyja. Landsflug var stofnað í október í fyrra og er með tvær nítján sæta Dornier vélar í notkun. Félagið stundar áætlunarflug til Bíldudals, Sauðárkróks, Vestmannaeyja, Hafnar og Gjögurs. Eru allar leiðirnar ríkisstyrktar nema til Vestmannaeyja. Ekki er flogið á leiðum Flugfélags Íslands, sem er í eigu FL Group. Sigurbjörn segir starfsemina vaxandi og nýja flugvélin verði notuð í þær ferðir þar sem hennar er þörf á áætlunarleiðum. Einnig verði boðið upp á leiguflug og svo sérstakar ferðir til útlanda, til dæmis til að sjá leik í enska boltanum eða kappakstur í formúlunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×