Sport

Yfirlýsing frá Fylki

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði Fylkis í knattspyrnu; Í ljósi þeirrar umræðu, sem verið hefur innan félagsins og í fjölmiðlum að undaförnu varðandi árangur liðsins og störf þjálfarans vill meistarflokksráð koma eftirfarandi á framfæri.Þrátt fyrir að árangurinn að undanförnu sé okkur öllum, sem tengjumst félaginu mikil vonbrigði, þá teljum við ekki að það sé lausnin að hafa þjálfaraskipti.Við treystum þjálfara og leikmönnum til að þjappa sér saman í þeirri baráttu, sem framundan er og rífa liðið upp úr núverandi öldudal.Við beinum því til einnig til stuðningsmanna félagsins að þjappa sér saman að baki liðinu í lokabaráttunni.Fylkiskveðjur,stjórn meistaraflokksráðs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×