Sport

Stórsigur FH

FH burstaði Þrótt 5-1 í Landsbankadeild karla í kvöld. FH er nú komið með 11 stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Tryggvi Guðmundsson gerði tvö mörk fyrir FH( annað úr víti) og þeir Auðun Helgason, Davíð Viðarsson og Allan Borgvardt eitt mark hvor. Mark Þróttar gerði Páll Einarsson úr vítaspyrnu. Þetta var 14 sigur FH-inga í 14 leikjum. Liðinu nægir jafntefli gegn Val í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×