Viðskipti innlent

Hagnast um 900 milljónir í Noregi

Líklegt er að Burðárás hagnist um 900 milljónir á yfirtökutilboði í norska olíuleitarfyrirtækið Exploration Resources en Burðarás hefur frá því fyrr í sumar átt 8,3 prósenta hlut í fyrirtækinu. Í tilkynningu frá Burðarási segir að miðað við gengi félagsins í dag hafi markaðsverðmæti hlutar Burðaráss aukist úr um 90 milljónum norskra króna í 172 milljónir en mismunurinn nemur um 900 milljónum íslenskra króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×