Viðskipti innlent

Ráða framkvæmdastjóra Enex-Kína

Hans Bragi Bernharðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Enex-Kína ehf. Félagið vinnur að þróun og uppbyggingu hitaveitna í Kína í samstarfi við þarlenda aðila og sem stendur er m.a. unnið að undirbúningi hitaveitu í borginni Xianyang í Shaanxi-héraði. Enn fremur vinnur Enex-Kína að útvegun og sölu búnaðar frá Kína til Evrópu. Enex-Kína ehf. er í jafnri eigu Enex hf., Íslandsbanka hf. og Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformaður félagsins er Ásgeir Margeirsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×