Viðskipti innlent

Möguleiki á yfirtöku

Gengi easyJet hækkaði í gær um rúm sjö prósent og fór um tíma yfir 310 pens. Talið er að FL Group sé enn að auka hlut sinn í félaginu. Stelios Haji-Ioannou, aðaleigandi easyJet, myndi vilja fá að minnsta kosti 310 pensa boð í hvern hlut áður en hann íhugaði að selja. Þetta kemur fram í Daily Telegraph. FL Group, sem hefur bætt við sig í easyJet að undanförnu, getur ekki tekið easyJet yfir án samþykkis Haji-Ioannou og systkina hans sem fara með 40 prósenta eignarhlut. FL Group vill samkvæmt heimildum hafa sterka stöðu í félaginu komi til þess að stærstu hluthafar vilji selja hlut sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×