Ósanngjarn sigur Vals á Skaganum 11. ágúst 2005 00:01 Valur vann ÍA 2-1 í stórkostlega dramatískum leik í Landsbankadeld karla í knattspyrnu í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði bæði mörk Valsmanna, það fyrra á 49. mínútu þegar hann kom Val yfir 1-0 en sigurmarkið á 84. mínútu. Andri Júlíusson jafnaði metin á 60. mínútu fyrir ÍA sem voru talsvert betri aðilinn í leiknum og úrslitin geta því ekki talist sanngjörn. Ólafur Þórðarson þjálfari Skagamanna var hundsvekktur í lokin en ánægður með leik sinna manna."Við vorum klárlega betri aðilinn í leiknum og það er hundfúlt að tapa þessu. En þetta var besti leikur okkar í sumar." sagði Ólafur í viðtali við Sýn í beinni útsendingu í leikslok. Skagamenn óðu í færum og áttu meðal annars 4 skot í stöng og slá. Sigurmark Valsmanna þótti umdeilt. Garðar fékk laglega stungusendingu frá Guðmundi Benediktssyni og skaut boltanum í þverslána þaðan sem boltinn fór niður við marklínu og skoppaði þaðan út aftur. Kristinn Jakobsson dómari dæmdi mark sem í sjónvarpsendursýningu virðist vera rétt ákvörðun. Bjarka Guðmundssyni markverði Skagamanna var svo vikið af velli á 95. mínútu fyrir að bregða Guðmundi Ben sem var að fara fram hjá honum. Bjarki var kominn út á miðjam vallarhelming Skagamanna í viðbótartíma þegar Guðmundur fékk boltann og féll hann við. Bjarki varð æfur og vildi meina að Guðmundur hefði verið að fiska hann út af þar sem hann var aftasti Skagamaðurinn á vellinum. Það er því ljóst að Bjarki verður á leikbanni inni hjá ÍA eftir að aganefnd KSÍ kemur næst saman á þriðjudag. Valsmenn eru enn í 2. sæti deildarinnar en nú 9 stigum á eftir toppliði FH með 30 stig eftir 13 leiki en ÍA í 3. sæti með 20 stig. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira
Valur vann ÍA 2-1 í stórkostlega dramatískum leik í Landsbankadeld karla í knattspyrnu í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði bæði mörk Valsmanna, það fyrra á 49. mínútu þegar hann kom Val yfir 1-0 en sigurmarkið á 84. mínútu. Andri Júlíusson jafnaði metin á 60. mínútu fyrir ÍA sem voru talsvert betri aðilinn í leiknum og úrslitin geta því ekki talist sanngjörn. Ólafur Þórðarson þjálfari Skagamanna var hundsvekktur í lokin en ánægður með leik sinna manna."Við vorum klárlega betri aðilinn í leiknum og það er hundfúlt að tapa þessu. En þetta var besti leikur okkar í sumar." sagði Ólafur í viðtali við Sýn í beinni útsendingu í leikslok. Skagamenn óðu í færum og áttu meðal annars 4 skot í stöng og slá. Sigurmark Valsmanna þótti umdeilt. Garðar fékk laglega stungusendingu frá Guðmundi Benediktssyni og skaut boltanum í þverslána þaðan sem boltinn fór niður við marklínu og skoppaði þaðan út aftur. Kristinn Jakobsson dómari dæmdi mark sem í sjónvarpsendursýningu virðist vera rétt ákvörðun. Bjarka Guðmundssyni markverði Skagamanna var svo vikið af velli á 95. mínútu fyrir að bregða Guðmundi Ben sem var að fara fram hjá honum. Bjarki var kominn út á miðjam vallarhelming Skagamanna í viðbótartíma þegar Guðmundur fékk boltann og féll hann við. Bjarki varð æfur og vildi meina að Guðmundur hefði verið að fiska hann út af þar sem hann var aftasti Skagamaðurinn á vellinum. Það er því ljóst að Bjarki verður á leikbanni inni hjá ÍA eftir að aganefnd KSÍ kemur næst saman á þriðjudag. Valsmenn eru enn í 2. sæti deildarinnar en nú 9 stigum á eftir toppliði FH með 30 stig eftir 13 leiki en ÍA í 3. sæti með 20 stig.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira