Viðskipti innlent

Fríverslunarviðræður í strand

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, undirrituðu 12. maí samkomulag um að gera könnun til þess að undirbúa fríverslunarsamning milli landanna. Ef það gengi eftir yrði Ísland fyrst Evrópuríkja til að gera slíkan samning við Kína. "Íslenskt atvinnulíf hefur aukið verulega samskipti við kínverska aðila á undanförnum árum," sagði í tilkynningu, sem var send fjölmiðlum af þessu tilefni. Augljóst er að miklir hagsmunir felast í því að fríverslunarsamningur sem þessi sé gerður. Embættismenn benda á að alltaf getur gengið erfiðlega í viðræðum sem þessum og óvænt atvik komið upp. Það þurfi ekki að benda til þess að ekkert verði af samningum, aðeins að það taki lengri tíma að ganga frá honum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×