Viðskipti innlent

Aukin erlend verðbréfakaup

Erlend verðbréfakaup námu 8,9 milljörðum króna í júní, kemur fram á vef greiningardeildar Íslandsbanka. Það er rúmlega helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Mest er keypt af erlendum hlutabréfum. Greiningardeildin telur að þessa miklu aukningu megi rekja til sterkrar krónu og segir lífeyrissjóðina hafa nýtt sér hátt gengi hennar til fjárfestingar í erlendum verðbréfum. Keypt hafa verið erlend verðbréf fyrir 35,6 milljarða króna það sem af er ári. Á síðasta ári námu erlend verðbréfakaup 75,8 milljörðum og telur Íslandsbanki að þau aukist lítillega milli ára og verði á bilinu áttatíu til nítíu milljarðar á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×