Viðskipti innlent

Icelandair kaupir meira í easyJet

Icelandair hefur aukið hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet. Meðeigandi Icelandair segir ekki koma til greina að selja þeim allt félagið. EasyJet er meðal elstu lággjaldaflugfélaganna í Evrópu og eigandi þess og stofnandi, Stelios Haji-Ioannou, öðlaðist bæði frægð og auð með því. Hann á ásamt fjölskyldu sinni, 41 prósent í félaginu og Icelandair á eftir kaup í gær þrettán prósent. Afgangurinn er í eigu smærri hluthafa. Eftir kaupin í gær fór af stað orðrómur þess efnis að Icelandair stefni nú að yfirtöku félagsins. Stjórnendur Icelandair hafa aldrei viljað gefa upp hverjar framtíðarhugmyndir þeirra hvað félagið varðar eru, einungis sagt að fjárfestingin borgi sig þar sem gengi bréfa í easyJet sé lágt og muni hækka. Haji-Ioannou tekur í sama streng og segist ekki ætla að selja hlut sinn í félaginu að svo stöddu. Hann vilji vinna með stjórninni að því að hækka gengið en það má lesa bæði út úr yfirlýsingum hans og eigenda Icelandair að það kemur til greina að selja með dágóðum hagnaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×