Erlent

Hæstbjóðandi stjórnar hljómsveit

Sinfóníuhljómsveitin í Birmingham í Bretlandi býður nú hæstbjóðanda að stjórna hljómsveitinni á æfingu. Uppboðið fer fram á uppboðssíðunni eBay á Netinu og er hæsta boð þegar komið yfir fimm þúsund pund, um 550 þúsund krónur. Innifalin er klukkustundar kennslustund hjá stjórnandanum, Sakari Oramo. Níutíu hljóðfæraleikar eru í hljómsveitinni. Hún er þó ekki að þessu vegna bágrar fjárhagsstöðu heldur er leikurinn gerður til að safna fé fyrir mennta- og samfélagsverkefni í miðhéruðum Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×